jump to navigation

Gleðilega hátíð! desember 13, 2007

Posted by fridrik in Uncategorized.
2 comments

pkfdes07.jpg

Ég óska öllum frændum og frænkum, vinum og öðrum vandamönnum, gleðilegrar hátíðar og alls hins besta á nýju ári. Patrekur Kári Friðriksson.

 

Auglýsingar

júní 10, 2007

Posted by fridrik in Uncategorized.
add a comment


Kveðja frá Patreki Kára. maí 31, 2007

Posted by fridrik in Uncategorized.
1 comment so far

eh… afsakaðu snuðið, og slefið, en ég fann hérna fyrirtaks lyklaborð, svo nú getur maður loksins farið að tjá sig. Næst ætla ég að sýna þér tennurnar, grrrr, ég er kominn með nokkrar, þrælflottar. En þangað til verð ég að æfa mig aðeins á lyklaborðið…xx0378dimanvahaæjvn aækjfsh lkha´æoien  eða þannig.pkf-lyklabord.jpg

Vorskipið kom! maí 27, 2007

Posted by fridrik in Uncategorized.
add a comment

Á tenglinum hér fyrir neðan má sjá ljósmyndir af komu vorskipsins á Eyrarbakka og Stokkseyri, helgina 18. – 20. maí, en hátíðin heppnaðist í alla staði frábærlega; fjöldi fólks kom í bæði þorpin og naut þess sem um var að vera.

http://www.eyrarbakki.is/Ljosmyndir/gallery.asp?categoryid=50

Vorskipið kemur! maí 9, 2007

Posted by fridrik in Uncategorized.
add a comment

Friðrik og Sverrir Geirmundsson  Óðinshúsi halda  róðurÞað verður gaman á Eyrarbakka, helgina 19. – 20. maí, þegar Vorskipið kemur, en það er vorhátíð sem haldin er á Eyrarbakka og Stokkseyri þar sem stemning 19. aldar svífur yfir vötnum. Meðal annars geta gestir komið á ljósmyndastofuna Eyrarbakki 1900 og tekið af sér mynd í 19. aldar stíl, einsog herramennirnir tveir sem hér sjást. Annars verður mikið um að vera; Lúðrasveit Selfoss leikur undir berum himni, Leikfélag Selfoss verður í gervi bændafólks í kaupstað og býður gestum og gangandi í nefið og fær það til að syngja ættjarðarlög, í Húsinu verður lifandi tónlist og glímusýning í garðinum, í Rauða húsinu verður mikil djassveisla auk 19. aldar matseðils og þar verður líka boðið upp á hina hrikalegu Drottningarhatta, sem eru þess konar rjómatertur sem ekki hafa sést hér á landi síðan um aldamótin 1900. Flóa- og handverksmarkaður verður í gamla frystihúsinu og fjöldi myndlistarsýninga viðburða af ýmsu tagi verða í boði. Já, það er gaman í sveitinni;)

Gleðileg jól, frá Patreki Kára. desember 20, 2006

Posted by fridrik in Uncategorized.
1 comment so far

Patrekur Kári óskar öllum frændum, frænkum, vinum og vandamönnum gleðilegra jóla og þakkar hjartanlega fyrir hlýjar móttökur og góðar gjafir á árinu.

pkfjol.JPGpkfjól2pkfjól3


Hátíð í bæ! september 19, 2006

Posted by fridrik in Uncategorized.
3 comments

img_3028.jpgimg_3012.jpgimg_3046.jpg

1) Skírnarathöfn í Eyrarbakkakirkju. Benedikt Erlingsson, guðfaðir, Ruth Ásdísardóttir, guðmóðir, Friðrik, Íris, Patrekur Kári og séra Úlfar Guðmundsson.

2) Patrekur Kári, maður dagsins í móðurfaðmi.

3) Feðgar kanna veisluborðið í Rauða húsinu, Eyrarbakka.

Skírnardagur 17. september 2006 september 19, 2006

Posted by fridrik in Uncategorized.
1 comment so far

img_3023.jpg

Patrekur Kári var tekinn í kristinna manna tölu, sunnudaginn 17. september, í Eyrarbakkakirkju, að viðstöddu fjölmenni skírnarveislugesta. Drengurinn stóð sig með prýði og kunni alla kirkjusiði (svo sem einsog að heilsa prestinum, einsog sést á myndinni) Hann hlustaði andaktugur á Ellenu Kristjáns og Eyþór Gunnarsson flytja Fylgd, eftir Böðvar Guðmundsson og Didda fiðlu, og tók undir með kórnum í nokkrum sálmum. Skírnarveislan var í Rauða húsinu, þar sem Patrekur Kári bauð gestum upp á dýrlega veislu og þáði margar góðar gjafir fyrir vikið. Bestu kveðjur sendir hann öllum, nær og fjær, sem ekki gátu komið, en vill minna hina sömu á að hann á afmæli 13. júní;)

Patrekur Kári heilsar! júní 24, 2006

Posted by fridrik in Uncategorized.
7 comments

img_2857_11.JPGimg_2862_16.JPGPatrekur KáriÍris og Patrekur

Patrekur Kári býður góðan dag og verið velkomin á fætur. Nú eru dagar víns og rósa, brjóstagjafar og svefns í móðurfaðmi Írisar. Þegar fram líða stundir verður það ef til vill rafmagnsgítar eða Landroverjeppi föðurins.

Velkominn í heiminn, sonur sæll! júní 14, 2006

Posted by fridrik in Uncategorized.
4 comments

Faðir og sonurSonur kom í heiminn 13. júní kl.02:07. Hann er eitt glæsilegasta eintak af mannkyninu sem séð hefur dagsins ljós fram til þessa. Móðirinni, Írisi Ásdísardóttur, líður vel eftir sólarhrings baráttu sem lauk með bílferð í bæinn og bráðakeisara, enda stóð hún sig einsog sönn hetja, meðan faðirinn nagaði neglur og las í Gerplu til að stappa í sig stálinu. Ljósmyndina tók Linda frænka, sem var Írisi til halds og trausts frá upphafi og til loka.