jump to navigation

Patrekur Kári heilsar! júní 24, 2006

Posted by fridrik in Uncategorized.
7 comments

img_2857_11.JPGimg_2862_16.JPGPatrekur KáriÍris og Patrekur

Patrekur Kári býður góðan dag og verið velkomin á fætur. Nú eru dagar víns og rósa, brjóstagjafar og svefns í móðurfaðmi Írisar. Þegar fram líða stundir verður það ef til vill rafmagnsgítar eða Landroverjeppi föðurins.

Auglýsingar

Velkominn í heiminn, sonur sæll! júní 14, 2006

Posted by fridrik in Uncategorized.
4 comments

Faðir og sonurSonur kom í heiminn 13. júní kl.02:07. Hann er eitt glæsilegasta eintak af mannkyninu sem séð hefur dagsins ljós fram til þessa. Móðirinni, Írisi Ásdísardóttur, líður vel eftir sólarhrings baráttu sem lauk með bílferð í bæinn og bráðakeisara, enda stóð hún sig einsog sönn hetja, meðan faðirinn nagaði neglur og las í Gerplu til að stappa í sig stálinu. Ljósmyndina tók Linda frænka, sem var Írisi til halds og trausts frá upphafi og til loka.

Félagi Nexö júní 7, 2006

Posted by fridrik in Uncategorized.
add a comment

Við Ásgrímur Sverrisson vorum á Sólskinseyju frænda okkar Dana, Borgundarhólmi, nánar tiltekið í þorpinu Svaneke, þar sem við sveittumst við í vinnubúðum fyrir handritshöfunda. Næsta þorp við Svaneke er Nexö, sem rithöfundurinn Martin Andersen kenndi sig við, en þangað flutti hann á unga aldri og ólst þar upp. Martin er ekki síst þekktur fyrir Pelle sigurvegara, sem Billy August leikstýrði svo snilldarlega, þar sem Max von Sydow, náði áður óþekktum hæðum í túlkun sinni á hinum lánlausa föður Pelle. Endurminningar Martins Andersen Nexö komu út hér á landi hjá Máli og menningu árið 1948 í þýðingu Björns Franzsonar. Það er hreint út sagt stórkostleg lesning, ekki síst með tilliti til myndarinnar um Pelle, sem er að stærstum hluta byggð á reynslu Martins sjálfs og fólkinu sem hann ólst upp með á Borgundarhólmi. Myndina hér fyrir neðan tók Ásgrímur Sverrisson og þar má sjá Skrifara t.v. og Skáldið t.h.

Skrifari tv og Skáld th

"Það er einsog líf mitt hefjist ekki í raun og veru fyrr en með Borgundarhólmsför okkar. Ævi minni fram að þessu hefi mátt líkja við öngvist fóstursins í móðurkviði. En yfir bernskuárum mínum á Borgundarhólmi hvílir allt frá upphafi einhver ljómi, sem grár hversdagsleikinn hefur aldrei getað afmáð. Þessi vistaskipti voru mér þrátt fyrir allt eins og flutningur úr myrku þröngbýli í bjart og rúmgott umhverfi. Ég var einsog skjögrandi kjúklingur nýsloppinn úr egginu, ær og utan við mig af notalegri frjálsleikakennd, þar sem ég vafraði státinn og borginmannlegur út í bjarta víðáttu þessarar nýju tilveru."  (Martin Andersen Nexö, Endurminningar II, Undir berum himni. Björn Franzson íslenskaði.)