jump to navigation

Vorskipið kemur! maí 9, 2007

Posted by fridrik in Uncategorized.
trackback

Friðrik og Sverrir Geirmundsson  Óðinshúsi halda  róðurÞað verður gaman á Eyrarbakka, helgina 19. – 20. maí, þegar Vorskipið kemur, en það er vorhátíð sem haldin er á Eyrarbakka og Stokkseyri þar sem stemning 19. aldar svífur yfir vötnum. Meðal annars geta gestir komið á ljósmyndastofuna Eyrarbakki 1900 og tekið af sér mynd í 19. aldar stíl, einsog herramennirnir tveir sem hér sjást. Annars verður mikið um að vera; Lúðrasveit Selfoss leikur undir berum himni, Leikfélag Selfoss verður í gervi bændafólks í kaupstað og býður gestum og gangandi í nefið og fær það til að syngja ættjarðarlög, í Húsinu verður lifandi tónlist og glímusýning í garðinum, í Rauða húsinu verður mikil djassveisla auk 19. aldar matseðils og þar verður líka boðið upp á hina hrikalegu Drottningarhatta, sem eru þess konar rjómatertur sem ekki hafa sést hér á landi síðan um aldamótin 1900. Flóa- og handverksmarkaður verður í gamla frystihúsinu og fjöldi myndlistarsýninga viðburða af ýmsu tagi verða í boði. Já, það er gaman í sveitinni;)

Auglýsingar

Athugasemdir»

No comments yet — be the first.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: