jump to navigation

Friðrik

Morgunbæn á Gráa kettinumFriðrik Erlingsson fæddist þann 4. mars 1962 í Reykjavík. Hann útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Mynd- og handíðaskóla Íslands 1983. Síðan hefur hann unnið við skriftir og á auglýsingastofu.

Friðrik hefur samið og þýtt fjölda söngtexta, skrifað handrit að kvikmyndum og sjónvarpsefni, ævisögur og skáldrit fyrir alla aldurshópa. Skáldsagan Benjamín dúfa (1992) sem fjallar um hóp ungra drengja í Reykjavík á síðari hluta 20. aldar, hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verið þýdd á fimm mál. Kvikmynd byggð á sögunni í leikstjórn Gísla Snæs Erlingssonar hefur fengið lof víða um heim. Friðrik skrifaði handritið að teiknimyndinni Litla lirfan ljóta sem frumsýnd var í Reykjavík í ágúst 2002. Hann hlaut Barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur 2002 fyrir þýðingu sína á bók Monu Nilsson-Brannstrom Tsatsiki og mútta.

Friðrik Erlingsson býr á Eyrarbakka.

Auglýsingar

Athugasemdir»

1. Þóra Ólafs - júní 19, 2006

Innilega til hamingju með litla erfingjann kveðja Skyggnisbúar 😉

2. Freddie - september 22, 2006

Tillhamingu!

3. Eysteinn - janúar 2, 2008

Hvenær kemur Benjamín dúfa út á DVD?

4. Friðrik - janúar 2, 2008

Sæll Eysteinn. Til stóð að hún kæmi út 2005 á tíu ára afmæli myndarinnar, en það hafa bæði verið tæknilegar og fjárhagslegar fyrirstöður. Á síðasta ári hafa hlutirnir þó mjakast í áttina og ég vona að hún komi út innan tveggja ára.

5. Björg Sóley - apríl 4, 2009

Hæ.

ég heiti Björg og er 11 ára.. ég hef lesið bókina benjamín dúfu og einnig séð myndina, mig langar svo að vita hvaða bækur þú hefur gefið út fyrir utan benjamín dúfu?

Með kveðju,
Björg Sóley

6. Elsa - maí 7, 2009

Hæj ég heiti Elsa og ég er 11 áta .. ég hef .lesið bókuna um benjamín dúfu og mig langar að vita en einhverjar bælkur sem þú gefur skirfað

7. Henný Elvarsdóttir - maí 8, 2009

hæ benjamín dúfa er geðveikt skemmtileg bók og ég mundi alveg vilja fá frammhald ég er að fara að horfa á myndina og mig hlakkar rosalega til að sjá hana

kær kveðja Henný

8. Ríta Kristín Haraldsdóttir - maí 19, 2009

hææb ég Heiti Ríta og er 12.ára og er að gera Ritgerð um bókina Benjamín Dúfu ég hef lesið bókina & séð myndina en mig vantar hjálp við að fá að vita um fleiri bækur sem þú hefur skrifað. takk fyrir bestu kveðjur Ríta Kristin Haralsdsóttir.

9. Sara Hlín Hauksdóttir - maí 20, 2009

Hææ….. Ég heiti Sara ég er stelpan sem hringdi óvart í þig og ég er að skrifa ritgerð um Benjamín dúfu. Mig langar að vita hvort að þú sért giftur eða eigir einhver börn. Vona að þú getir svarað þessum spurningum

Kveðja :: Sara Hlín

10. Sara Hlín Hauksdóttir - maí 20, 2009

Hææ….. Þetta er Sara aftur mig langar svo að vita hvað úr þessari sögu er ekki skáldskapur heldur hvað gerðist í raun og veru

11. Elsa Björg Jónsdóttir - maí 20, 2009

Hææ þetta Elsa er satt að Baldi deyr í endan á sögunni..?

12. Kristín Fjóla - maí 25, 2009

Hææ ég heiti Kristín Fjóla. Mig langar að spyrja þig nokkra spurninga:
Afhverju þurti Bólu-hjálmar að deyja?
Hvað er Róland gamall?
Hvað er Helgi Svarti gamall?
Gerðist þessi saga í alvöruni?
Hvernig bran húsið hennar Guðlaugar gömlu?
Afhverju Fór Andrés í svörtu fjöðrina?

Vona að Þú gettir svarað þesum spurningum sem fljótast!!!!

13. Kristín Fjóla Arnbjörsdóttir - maí 28, 2009

Sæl Friðrik ég ætlaði að þakka þér kærlega fyrir að svara þessum spurningum. ég gett nottað það sem þú skrifaðir á blaðið í ritgerðina sem ég er að gera í skólanum takk kærlega. 🙂

Og Benjamín Dúfa er mjög skemmtileg og spenandi….

14. sigurður már þórhalsson - mars 4, 2010

15. þórður kristofer - mars 13, 2010

sæll

fridrik - mars 13, 2010

Sæll.

16. Guðrún Lára Árnadóttir - mars 18, 2010

Hææh Frirðik éger með spurningar:

Afhverju deyr Bólu-Hjálmar??
gerist þessi saga í alvöru??

17. Guðrún Lára Árnadóttir - mars 18, 2010

Hææh Frirðik ég er með spurningar:

Afhverju deyr Bólu-Hjálmar??
gerist þessi saga í alvöru??

fridrik - mars 19, 2010

Sæl Guðrún Lára og takk fyrir póstinn og spurninguna.

Það er nú ekki auðvelt að svara þessari spurningu, afhverju Bólu-Hjálmar deyi. En svarið er í sögunni, sérstaklega ef þú hugsar um hann Helga svarta.

Sumt í þessari sögu gerðist í alvörunni, þegar ég var 8 – 12 ára, en alls ekki allt sem gerist í sögunni. Og það er eiginlega ómögulegt að svara því hvað í sögunni gerðist í alvörunni og hvað ekki.

Sumt sem gerist í þessari sögu er eitthvað sem gæti alveg hafa gerst í alvörunni, en gerðist samt ekki. Það er munurinn á skáldskap og raunveruleika; þegar maður semur sögu eða ljóð þá ræður höfundurinn hvað hann lætur gerast.

Og stundum notar höfundurinn einhvern atburð sem gerðist í raunveruleikanum, en stundum lætur hann eitthvað gerast sem bara gæti hafa gerst, en gerðist samt ekki.

Ég vona að þetta svari spurningu þinni að einhverju leyti.

Bestu kveðjur, Friðrik

18. júlíana sól sævarsdóttir - apríl 13, 2010

flottar sögur og og allt mér finst að þú eigir að halda áfram að
skryfa sögur 😉

19. júlíana sól sævarsdóttir - apríl 13, 2010

flottarsögur haldu áfram að skrifa sögur eins og Benjamín dúfaa

20. Hallgrímur Óskarsson - apríl 16, 2010

Sæll Friðrik

Vildi senda þér þakkir fyrir góðan pistil sem þú sendir Agli á vefsvæði hans á Eyjunni. Eins og talað úr mínu hjarta.

Ertu hættur með Facebook síðuna þína? Finn þig ekki lengur þar.

Vona að ég rekist á þig á Suðurlandinu góða og fái að setjast með þér yfir einum góðum Latte.

Kveðjur
Hallgrímur

21. Hrafnhildur Karlsdóttir - júní 1, 2010

hæhæ,, ég ætla að spurja þig að nokkrum spurningum vona að þú svarir þeim.

1.afhverju var Beggi kallaður Bergur (kúkur) ??
2.afhverju heitit bókin dúfa afhverju ekki Róland dreki ég meina er Róland ekki aðal ??
3.afhverju ferstu strákarnir í blokkunum Balda ??

mér finst bókin mjög skemmtileg þetta er skemmtilegasta bók sem ég hef lesið en hún er mjög sorgleg.

ps.Pabbi minn heitir Karl Örvarsson hann segist þekkja þig og hann biður að heilsa… 🙂

fridrik - júní 2, 2010

Sæl og blessuð. Ég bið kærlega að heilsa pabba þínum.

Það stendur í bókinni að Beggi hafi kannski verið kallaður kúkúr vegna þess að einhver hafi komið að honum á klósettinu. Benjamín er í raun ‘aðal’ vegna þess að það er hann sem segir söguna, en ég get sagt þér að áður en ég ákvað titilinn þá hét sagan: ‘Róland riddari og kappar hans.’ Strákarnir í Svörtu fjöðrinni voru að reyna að ögra Reglu rauða drekans til að koma og berjast. Þess vegna rændu þeir Balda og bundu hann í gamla leynistaðnum.

Þakka þér fyrir póstinn og falleg orð um bókina.

Gangi þér vel, Friðrik

22. Hrafnhildur Karlsdóttir - júní 1, 2010

hæhæ,, ég ætla að spurja þig að nokkrum spurningum vona að þú svarir þeim.

1.afhverju var Beggi kallaður Bergur (kúkur) ??
2.afhverju heitit bókin Benjamín dúfa afhverju ekki Róland dreki ég meina er Róland ekki aðal ??
3.afhverju ferstu strákarnir í blokkunum Balda í slipp ??

mér finst bókin mjög skemmtileg þetta er skemmtilegasta bók sem ég hef lesið en hún er mjög sorgleg.

ps.Pabbi minn heitir Karl Örvarsson hann segist þekkja þig og hann biður að heilsa… 🙂

23. Hekla og Natalía - júní 5, 2010

Hæ hæ við heitum Hekla og Natalía
Okkur langar að spyrja hvort Baldi hafi dáið í alvörunni?

E.s bókin um Benjamín dúfu var rosalega áhugaverð, skemmtileg og spennandi.
Vonandi skrifar þú fleiri svona bækur og kannski framhald 🙂

Í skólanum gerðum við ritgerð um Benjamín dúfu og 52 nemendur eru búnir að lesa bókina og við höldum að öllum hafi litist vel á bókina.

Bæ bæ.

fridrik - júní 6, 2010

Komiði sælar báðar tvær og bestu þakkir fyrir póstinn.

Það er nú svolítið flókið að svara spurningu ykkar með einföldu ‘já’ eða ‘nei’. Þegar maður semur sögur er ýmislegt úr raunveruleikanum sem gefur manni hugmyndir að persónum eða atburðarrás. Og sumir atburðir hafa svo sterk áhrif á mann að þeir verða jafnvel aðal ástæðan fyrir því að maður sest niður við að semja sögu, kannski gerir maður það til að reyna að skilja hvers vegna þessir atburðir hafa gerst.

Þegar ég var tíu ára þá dó leikfélagi minn og skólabróðir; hann drukknaði í sundlaug. Ég held að sá atburður hafi haft mikil áhrif á það hvernig ég skrifaði Benjamín dúfu, jafnvel þótt þá væru 20 ár síðan sá atburður gerðist. Þessi skólabróðir minn hét ekki Baldur og ég held að skólabróðir minn sem dó og persónan Baldur hafi átt mjög fátt sameiginlegt í raunveruleikanum. En dauði hans hafði auðvitað mjög sterk áhrif á mig. Svo eðlilegast er að svara þessari spurningu svona: já, þegar ég var tíu ára þá átti ég leikfélaga og skólabróður sem dó. Áhrifin sem dauði hans hafði á mig birtast í örlögum sögupersónunnar Baldurs og viðbrögðum vina hans.

Ég vona að þetta svari spurningu ykkar að einhverju leyti.

Gangi ykkur vel,

Friðrik

24. Jóhanna Hólmsteinsdóttir - október 31, 2010

hæ þeg er að gera ritgerð um róland og balda en ég er ekki með neinar upplýsingar. ég er búin að lesa bókina en veit ekki hvað ég á að skrifa um þá.
Vona að þú getir hjálpað og að svarið komi sem fyrst !! bæbæ
P.s.sagan er frábær og meðal þeirra bestu sem ég hef lesið.
PP.ség ætla að verða rithöfundur

fridrik - október 31, 2010

Heil og sæl, Jóhanna.

Ég get því miður ekki gefið þér neinar upplýsingar umfram þær sem eru í bókinni. Kannski þarftu bara að lesa hana aftur?

25. Birta..... - desember 10, 2010

Hæ ég heiti Birta og er 11 ára ég er búinn að lesa Benjamín Dúfu og sjá myndin þetta er ein skemmtilegasta bók sem ég hef lesið

En mig langaði að vita hvaða fleiri bækur þú hafðir gefið út…..Plís svaraðu mér fljótt

Kveðja Birta

fridrik - desember 10, 2010

Sæl Birta.

Barna- og unglingabækur eftir mig eru þessar hér:

Benjamín dúfa; útgefin 1992

Góða ferð, Sveinn Ólafsson; útgefin 1998

Bróðir Lúsífer; útgefin 2000

Litla lirfan ljóta; útgefin 2006

Þór í Heljargreipum; útgefin 2008

Þór og leyndarmál guðanna; útgefin 2010.

Ég þýddi líka tvær bækur úr sænsku, eftir Moni-Nils-Brannstrom: Tsatsiki og Mútta og Tsatsiki og Pápi.

Ég er svolítið forvitinn að vita hvar þú sást myndina ‘Benjamín dúfa’?

Bestu kveðjur, Friðrik

Birta..... - desember 10, 2010

Ég sá myndina í skólanum ….Síðan horfði ég líka á hana heima

fridrik - desember 10, 2010

Einmitt, gott að vita það.

Vona að aðrar bækur á listanum veki áhuga þinn.

Gangi þér vel, Friðrik

26. Davíð - desember 17, 2010

hæ.

benjamín dúfa er besta bók (sage sem ég hef lesið.
er þessi saga alveg skálduð ða er eitthvað af henni úr raunveruleikanum?
ef dagan er það hvaða atriði?
og ég er viss um að það sé ekki til betri saga.

kv. davíð

27. Davíð - desember 17, 2010

hæ.

benjamín dúfa er besta bók (saga sem ég hef lesið)
er þessi saga alveg skálduð eða er eitthvað af henni úr raunveruleikanum?
ef sagan er það hvaða atriði?
og ég er viss um að það sé ekki til betri saga.

kv. davíð

fridrik - desember 17, 2010

Sæll Davíð og þakka þér kærlega fyrir póstinn.

Sagan er skáldsaga, en hún er samt sem áður byggð á vissum minningum frá því ég var á aldur við söguhetjur bókarinnar; kannski ekki beinlínis á minningum um ákveðna atburði, heldur minningum um tilfinningar. Betur get ég eiginlega ekki útskýrt hvernig þessi saga varð til.

Bestu kveðjur og gleðilega hátíð, Friðrik

28. karl jóhannes - febrúar 9, 2011

jakli spakli dakli

29. Ingvar Guðjónsson - mars 18, 2014

Hæ ég heiti Ingvar og er 11 ára ég er að gera ritgerð um Benjamín dúfu og vildi spurja hvenar gerist Benjamín dúfa þá meina ég hvaða ár

fridrik - mars 18, 2014

Sll Ingvar, og akka r fyrir a spyrja.

Sagan gerist ekki neinum kvenum tma, en ar sem hn byggir a hluta til eirri Reykjavk sem g ekkti egar g var sama aldri og sgupersnurnar, m segja a hn gerist einhvern tmann tmabilinu 1972-1975. En raun og veru skiptir a engu mli fyrir sguna, v sagan snst fyrst og fremst um persnurnar, en ekki tmann sem r lifa .

Gangi r vel me ritgerina

Fririk

30. Ingvar Guðjónsson - mars 18, 2014

vona að þú svarar þessum spurningum seinna

Friðrik Erlingsson - mars 18, 2014

Sæll aftur Ingvar. Ég set svarið aftur inn hérna, því eitthvað óvænt gerðist í stafagerðinni hjá mér!

Sæll Ingvar, og þakka þér fyrir að spyrja.

Sagan gerist ekki á neinum ákveðnum tíma, en þar sem hún byggir að hluta til á þeirri Reykjavík sem ég þekkti þegar ég var á sama aldri og sögupersónurnar, þá má segja að hún gerist einhvern tímann á tímabilinu 1972-1975. En í raun og veru skiptir það engu máli fyrir söguna, því sagan snýst fyrst og fremst um persónurnar, en ekki tímann sem þær lifa á.

Gangi þér vel með ritgerðina

Friðrik

31. Halldóra Jónsdóttir - apríl 9, 2014

Ég er búin að lesa bókina
og mér finnst hún mögnuð og
hún er líka mjög fróðleg og ég er
með margar spurningar um
bókina og þetta er mjög fróðleg
bók.

fridrik - apríl 10, 2014

Sæl Halldóra og þakka þér fyrir kveðjuna. Einsog þú sérð á síðunni hér fyrir ofan hef ég reynt að svara ýmsum spurningum frá lesendum. Ef þú finnur ekki svörin við þínum spurningum þá er þér velkomið að senda mér spurningarnar þínar.

Bestu þakkir,

Friðrik

32. Jane María Ólafsdóttir - apríl 10, 2014

Hæ ég heiti Jane og er 12 ára. Ég er að skrifa riðgerð um Benjamín dúfu. Þetta er fyrsta sinn sem ég er að skrifa ritgerð. Ég þarf hjálf og er með marga spurningar. Ég þarf að klára og laga ritgerðinn í dag. Svo ég vona að þú geti svara í dag.

Hvaða mörg bækur hefur þú skrifið ?
Hvað ertu gamall?
Hvaða hljómsveit var frægust?
Hvaða bækur hefur þú skrifað ?

Bestu kveðjur, Jane María.

fridrik - apríl 10, 2014

Sæl og blessuð Jane.

Ef þú sérð ekki svörin við spurningum þínum hér á þessari síðu, þá vil ég benda þér á vefinn bokmenntir.is

Þar geturðu slegið inn mitt nafn í leitargluggann og þá áttu að fá allar þessar upplýsingar.

Gangi þér vel,

Friðrik

33. Jane María Ólafsdóttir - apríl 10, 2014

Takk fyrir Hjálpina 🙂

34. Jane María Ólafsdóttir - apríl 11, 2014

Sæll þetta er ég Jane aftur. Takk fyrir Hjálpina 🙂 Ég gleymdi að segja þér svolítið. 😉

Ég hef lesið bókina og séð myndina. Ég finnst um bókina sé sorgleg
, rosalega falleg og spennadi.
Ég þykir svo leit að leikfélagi þinn drukknaði 😦
Þegaa Baldi dó í bókinni, það segir mér að maður þarf að takast við sem kemur up í lífinu og halda áfram með lífinu og ekki að leggast í volæði.

fridrik - apríl 11, 2014

Sæl Jane!

Þakka þér kærlega fyrir þetta.

Það er alveg rétt hjá þér – maður stjórnar ekki öllu sem gerist, og eina leiðin er að reyna að sætta sig við það og halda áfram að lifa:)

Bestu kveðjur til þín og þakkir

Friðrik

35. Jane María Ólafsdóttir - apríl 11, 2014

:))

36. Jane María Ólafsdóttir - apríl 25, 2014

það var lítið 🙂 😉

37. Dóra Rún - apríl 11, 2016

Hæ ég er að gera ritgerð og ég veit ekki hvar sagan gerist geturðu svarað mér?
Kv.Dóra


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: