jump to navigation

Félagi Nexö júní 7, 2006

Posted by fridrik in Uncategorized.
add a comment

Við Ásgrímur Sverrisson vorum á Sólskinseyju frænda okkar Dana, Borgundarhólmi, nánar tiltekið í þorpinu Svaneke, þar sem við sveittumst við í vinnubúðum fyrir handritshöfunda. Næsta þorp við Svaneke er Nexö, sem rithöfundurinn Martin Andersen kenndi sig við, en þangað flutti hann á unga aldri og ólst þar upp. Martin er ekki síst þekktur fyrir Pelle sigurvegara, sem Billy August leikstýrði svo snilldarlega, þar sem Max von Sydow, náði áður óþekktum hæðum í túlkun sinni á hinum lánlausa föður Pelle. Endurminningar Martins Andersen Nexö komu út hér á landi hjá Máli og menningu árið 1948 í þýðingu Björns Franzsonar. Það er hreint út sagt stórkostleg lesning, ekki síst með tilliti til myndarinnar um Pelle, sem er að stærstum hluta byggð á reynslu Martins sjálfs og fólkinu sem hann ólst upp með á Borgundarhólmi. Myndina hér fyrir neðan tók Ásgrímur Sverrisson og þar má sjá Skrifara t.v. og Skáldið t.h.

Skrifari tv og Skáld th

"Það er einsog líf mitt hefjist ekki í raun og veru fyrr en með Borgundarhólmsför okkar. Ævi minni fram að þessu hefi mátt líkja við öngvist fóstursins í móðurkviði. En yfir bernskuárum mínum á Borgundarhólmi hvílir allt frá upphafi einhver ljómi, sem grár hversdagsleikinn hefur aldrei getað afmáð. Þessi vistaskipti voru mér þrátt fyrir allt eins og flutningur úr myrku þröngbýli í bjart og rúmgott umhverfi. Ég var einsog skjögrandi kjúklingur nýsloppinn úr egginu, ær og utan við mig af notalegri frjálsleikakennd, þar sem ég vafraði státinn og borginmannlegur út í bjarta víðáttu þessarar nýju tilveru."  (Martin Andersen Nexö, Endurminningar II, Undir berum himni. Björn Franzson íslenskaði.)

Auglýsingar

Morgunbæn á Gráa kettinum apríl 30, 2006

Posted by fridrik in Uncategorized.
1 comment so far

Morgunbæn á Gráa kettinum

Ljósmynd c Ásgrímur Sverrisson

Myndir úr leiðangri Jóhönnu TG326 apríl 29, 2006

Posted by fridrik in Uncategorized.
4 comments

34790012.JPG34800013.JPGJóhanna

Færeyski kútterinn Jóhanna, TG 326, fór í merkan leiðangur í byrjun júní 2005. Ég var svo lánsamur að fá að sigla með henni, fyrir tilverknað Davíðs Samúelssonar, ferðamálafræðings og félaga míns. Hálfdán Theódórsson vinur minn, söngfélagi og kvikmyndatökumaður var samferða mér í þriggja sólarhringa siglingu frá Suðurey norður til Íslands, þar sem við lögðum að bryggju við Neskaupstað á Sjómannadaginn, 5. júní 2005. Við mynduðum allan leiðangurinn og afraksturinn verður heimildamynd sem bíður samsetningar. Á myndunum hér fyrir ofan eru við þrír með Jóhönnu í baksýn að sigla út Norðfjörðinn, þá Hálfdán ásamt skipstjóranum, Hans í Líðinni, og loks Jóhanna við bryggju á Neskaupstað. Senn set ég inn fleiri myndir frá leiðangrinum ásamt ferðasögu.

Velkomin apríl 29, 2006

Posted by fridrik in Uncategorized.
add a comment

Hér er í vinnslu heimasíða Friðriks Erlings.